Hreyfigrafík (Motion Graphics)

Þarftu að koma upplýsingum á framfæri og vilt ná árangri, en jafnframt að þú þurfir ekki að kosta mjög miklu til? Myndskeið með hreyfigrafík eru lifandi og létt leikandi aðferð við að koma skilaboðum á framfæri.

Lausnin sem Grípandi býður er notuð af 96% af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, sem eru á Fortune 500 listanum. Þessi  þjónusta býður mikinn fjölda af fyrirfram mótuðum sniðmátum fyrir hreyfigrafíkmyndskeið. Grípandi er með fulla “agency” áskrift, með aðgang að öllum valkostum og möguleika á að setja vörumerki viðskiptavinar inn í myndskeiðið.

Dæmi: Kynning á fyrirtæki

Viltu setja fram kynningu á fyrirtækinu, til dæmis á vef fyrirtækisins eða samfélagsmiðlum? Hér er dæmi um myndskeið sem líkist glærukynningu.

Play Video

Dæmi: Kynning á myndskeiðum

Hér er stutt kynning um áhrifavald myndskeiða á vefnum.

Stíll: Teikningar á hvítu, “whiteboard drawings”, með ljósmyndum og video í bland sem skapar áhugaverðan kontrast.

Play Video

Dæmi: Kynning innan fyrirtækis/stofnunar

Viltu kynna niðurstöður tiltekins verkefnis til starfsmanna, á innri vef? Hér er dæmi um slíka kynningu einnar deildar á niðurstöðum mjög mikilvægrar könnunar!

Stíll: Nútímalegur með stílfærðum manneskjum, “Modern edge”.

Play Video

Dæmi: Þjálfunarmyndskeið í gráskala

Lauflétt þjálfunarmyndskeið, aðallega sett hér inn til að sýna annan litaskala en á hinum myndskeiðunum. Hér eru dempaðir gráir tónar áberandi.

Stíll: Raunverulegar myndir, plús lágstemmd hreyfigrafík, “real”.

Play Video

Dæmi: Tilkynning innan fyrirtækis um viðburð

Myndskeið til að tilkynna starfsfólki um mikilvægan fund. Myndskeiðið er létt og skemmtilegt til að skapa eftirvæntingu og jákvæðan anda. 

Stíll: Teiknimyndastíll, “cartoon”, í gömlum pixel-stíl sem minnir á eldgamla tölvuleiki þegar þau sem eru komin af unglingsaldri léku sér í Sinclair Spectrum, og litlum Nintendo leikjatölvum. Tónlistin undir endurspeglar þetta líka.

Play Video

Dæmi: Nýr starfmaður - upplýsingatæknimál

Nýr starfsmaður tekur til starfa. Hér er dæmi um hvernig nýr starfsmaður er boðinn velkominn og gefnar leiðbeiningar um hvaða tækjabúnaður þarf að vera til staðar til að viðkomandi geti rækt sitt starf með sóma.

Stíll: Teiknaður “whiteboard drawings”.

Play Video

Dæmi: Tilkynning um nýjung

Innanhússfréttir, eða fréttir til að senda út á samfélagsmiðlum t.d. Linkedin, Facebook, Youtube o.s.frv. Kraftmikill, orkuhlaðinn stíll.Nýr starfsmaður tekur til starfa. Hér er dæmi um hvernig nýr starfsmaður er boðinn velkominn og gefnar leiðbeiningar um hvaða tækjabúnaður þarf að vera til staðar til að viðkomandi geti rækt sitt starf með sóma.

Stíll: Glærukynningarstíll, “infographics”.

Play Video

Dæmi: Upptaka af fólki með hreyfigrafík bætt inn

Myndskeið sem er meira í átt að styrkingu markaðsímyndar, “branding”, frekar er tilkynning með upplýsingagjöf. Hér er myndskeiðum af manneskju blandað saman við hreyfigrafík með slagorðum. Undir eru fleiri myndskeið þar sem myndskeiði var skipt út, en hreyfigrafíkin hélt sér.

Stíll: Raunveruleg myndskeið eða myndir, plús hreyfigrafík, “real”.

Play Video

Tilbrigði við myndskeiðið að ofan, sköpun ímyndar eða “branding” frekar en að miðla upplýsingum. Hér er myndskeiði skipt út, en í staðinn er myndskeið af ungu, smart fólki að dansa. Hreyfigrafík heldur sér.

Stíll: Raunveruleg myndskeið eða myndir, plús hreyfigrafík, “real”.

Play Video

Tilbrigði við myndskeiðið að ofan, sköpun ímyndar eða “branding” frekar en að miðla upplýsingum. Hér er mynskeiði skipt út og manneskja á besta aldri á ströndinni að dansa. Slagorð í hreyfigrafík halda sér, en litaskalinn aðlagaður myndskeiðinu undir.

Stíll: Raunveruleg myndskeið eða myndir, plús hreyfigrafík, “real”.

Play Video

Þessi myndskeið henta vel:

  • Á vef fyrirtækis eða stofnunar
  • Á samfélagsmiðla
  • Sem vefauglýsingar
  • Sem hluti af innri upplýsingagjöf til starfsmanna

Hagkvæmur möguleiki í kynningarmálum.

Þar sem sniðmátin eru fyrirfram tilbúin er hægt að útbúa þessi myndskeið mun ódýrar heldur en ef það þyrfti að hanna allt frá grunni. Til staðar eru bæði sniðmát að heilum myndskeiðum, og svo líka fjölmörg sniðmát að einstökum efnishlutum, myndefni, tónlist, ljósmyndir, myndskeið, og fleira.

Hraði

Það að sniðmátin eru fyrirfram tilbúin er einnig hægt að afgreiða myndskeið með hreyfigrafík með miklum hraði.

Hraðþjónusta

Ef þörf er á er hægt að afgreiða pöntun á 24 tímum, og ef aðstæður er þannig er jafnvel hægt að afgreiða innan dags, á 3-5 klukkutímum. Hóflegt flýtigjald gildir í þeim tilvikum.

Aðlögun á litaskala, og lógó fyrirtækis/stofnunar.

Hægt er að laga til litasamsetningar svo þær falli að útliti og litanotkun fyrirtækis eða stofnunar. Einnig er hægt að setja vörumerki fyrirtækis eða stofnunar inn í myndskeiðið.

Aðgangur að myndum og myndskeiðum, ódýrt eða ókeypis

Þarftu myndefni eða myndskeið til að auðga myndskeiðið, en ert ekki með myndefni úr eigin rekstri, vegna tímaskorts eða kostnaðar?

Á vefnum er hægt að nálgast myndefni og myndskeið á hagstæðum kjörum, eða jafnvel ókeypis.

Dæmi um vefi sem bjóða efni ótakmörkuðum afnotarétti, sem er ókeypis (þó það sé siðlegt að “kaupa kaffibolla” handa myndhöfundi ef efni er notað) eru til dæmis Pixabay (www.pixabay.com) og Pexels (www.pexels.com).

Dæmi um vefi þar sem má kaupa myndir og myndskeið á hóflegu verði eru Shutterstock (www.shutterstock.com) og 123RF (www.123rf.com). 

Kostnaður af að nota efni af þessu tagi felst aðallega í tíma sem tekur að leita og finna rétta efnið. Ef viðskiptavinur gerir þetta sjálf/ur sparast þau fjárhagslegu útgjöld. Nokkur atriði þarf að hafa í huga varðandi notkun á svona efni, sem má fara betur í gegnum í samtali um verkefni.

Nokkur dæmi

Hér undir sérðu nokkur dæmi um myndskeið með hreyfigrafík, í nokkrum mismunandi stíltegundum. Viðfangsefni myndskeiðanna eru bara spunnið upp og er ekki fengið úr raundæmum, enda eru þetta prufur til sýnis. Textana á því ekki að taka alvarlega.

Þetta eru bara örfá dæmi. Valkostirnir eru mun fleiri, og skipta hundruðum, hjá Powtoon þar sem myndskeiðin eru unnin.

Hefurðu áhuga á að láta vinna myndskeið?

Hafðu endilega samband – ræðum málin. 

Síminn er 773 7100

tölvupóstur er video@gripandi.com

Einnig má senda skilaboð á Facebooksíðu: facebook.com/gripandi

Dæmi um myndskeið

Hreyfigrafík

Einföld og ódýr myndskeið með hreyfigrafík (motion graphics). Byggð á fyrirfram tilbúnum sniðum sem má aðlaga. 96% af Fortune 500 fyrirtækjum í USA nota lausnina sem Grípandi býður.

Sjáðu dæmi hér

Dæmi: Íslandsupplýsingar

Hér var búið til dæmi um kynningu á Íslandi. Útgáfurnar eru á níu tungumálum: Íslensku, ensku, frönsku, pólsku, lettnesku, litháensku, rúmensku, filippeyísku og taílensku. “Þulirnir” og talið eru tölvugerð.

Sjáðu myndskeiðin hér

Dæmi : Ímyndað hótel

Gerð voru stutt kynningarmyndskeið fyrir ímyndað hótel, “The Best Hotel”, á tíu tungumálum: Íslensku, ensku,  þýsku, spænsku, dönsku, sænsku, arabísku, hindí, kínversku og japönsku.

Sjáðu myndskeiðin hér

Gagnvirk myndskeið

Þegar myndskeið eru gagnvirk (e. interactive) þá stýrir áhorfandinn ferðinni, og velur hvaða kafla skal næst skoða úr valkostum. Þetta getur aukið áhorf og lækkað kostnað við að ná markmiði. 

Fáðu að vita meira

Dæmi: Aðlagað myndskeið

Hér voru tekin nokkur myndskeið um endurvinnslu sem voru upprunalega á grísku með enskum undirtexta. Íslenskur texti var gerður, íslenskt og enskt tal tekið upp, og skipt um tal og tónlist.

Sjáðu dæmi úr myndskeiðum hér

Dæmi: Matvæli

Væntanlegt sýnishorn um myndskeið sem er gert fyrir ímyndaðan framleiðanda að matvælum, til að auka viðskipti eða fræða, á nokkrum tungumálum. (Smelltu til að sjá eldra dæmi frá 2009).

Sjá myndskeið frá 2009

Hátæknibúnaður

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndaðan hátækni tækjabúnað. Þetta gæti verið myndskeið til að ná í viðskipti, eða leiðbeiningar um notkun, á nokkrum tungumálum.

Væntanlegt

Snyrtivara

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndað snyrtivörumerki. Gert í stærðarhlutföllum 16:9, 1:1 og 9:16 fyrir Youtube, Facebook, Facebook stories, Instagram, Pinterest, Tiktok o.s.frv.

Væntanlegt

Fyrri verk

Grípandi hóf starfsemi árið 2009, svo það er 12 ára reynsla undir beltinu.

Sjáðu fyrri verk hér