Að búa til myndskeið með kynni hefur hingað til kallað á umstang og fjárfestingu. Nauðsynlegt hefur verið að hafa upptökustúdíó með öllum búnaði, grænan bakgrunn, og leikara sem les textann af teleprompter. Ef ætlunin hefur verið að gera myndskeið á nokkrum tungumálum þarf annað hvort kynni með víðtæka tungumálakunnáttu, eða marga kynna.
Nýja tæknin sem Grípandi notar opnar möguleika á að gera hluti á hagkvæman hátt, sem fæstir gátu látið sig dreyma um. Manneskjurnar og talið í myndskeiðunum eru tölvuunnin með hjálp gervigreindar, og kostnaður er miklu lægri en áður hefði verið.
“The best hotel”
Gerð voru stutt dæmi um kynningarmyndskeið fyrir ímyndað hótel, “The Best Hotel”.
Hugsunin er sú að tala við gesti, væntanlega gesti eða þá sem þú vonar að verði gestir, beint á tungumáli viðkomandi. Það getur bætt mjög árangur við að höfða til viðkomandi.
Myndskeiðin eru á tíu tungumálum: Íslensku, ensku, þýsku, spænsku, dönsku, sænsku, arabísku, hindí, kínversku og japönsku.
Talið var gert með tölvuhugbúnaði. Þulurinn sem “talar” er tölvugerður. Hér eru sýndar nokkrar útgáfur af kvenkyns persónum, lifandi videogrunnur, hágæða videogrunnur 1, 3-D grafík og teiknaður “cartoon” stíll.
Frekari upplýsingar um mismunandi gerðir af kynnum (persónum) eru hér á Upplýsingasíðu.
Athugið að textinn var þýddur með hjálp Google translate og var ekki prófarkalesinn af þýðanda í viðkomandi tungumáli, enda er hér bara um dæmi um myndskeið að ræða til að sýna.